• klifid bordi dansvor 2015
  • klifid bordi aquazumba
  • Galdranámskeið
  • klifid bordi leiklist
  • klifid bordi mimi 2

Fréttir

Það er leikur að læra í Klifinu

vor-2015

Nú á næstu dögum og vikum fara vornámskeið Klifsins að takast á flug og er skráning í fullum gangi. Tónlist, dans, galdrar, sundlaugarpartý, kassabílar, myndlist og leiklist eru dæmi um þá töfra sem eiga sér stað innan Klifsins - skapandi fræðsluseturs og þá fjölbreyttu og spennandi valkosti sem standa börnum jafnt sem fullorðnum til boða. 

Klifið hefur á sínum snærum fjöldan allan af hæfileikaríkum leiðbeinendum sem hafa víðtæka reynslu á sínu sviði og hafa unun af því að starfa með börnum. Öll námskeið Klifsins og leiðbeinendur þeirra hafa það að markmiði að efla sköpunarkraft þátttakenda, að þeir læri sjálfbærni og auki trú sína á eigin getu en auk þess er markmiðið alltaf að allir hafi gagn og gaman af því það er jú leikur að læra.

Við lok hvers námskeiðs fara fram sýningar þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að sýna aðstandendum sínum afrakstur námskeiðsins. Hafa margar skemmtilegar og metnaðarfullar sýningar verið settar upp þar sem sköpunargleði og árangur þátttakenda kemur bersýnilega í ljós og hefur mikil ánægja hlotist af hjá þátttakendum og aðstandendum þeirra. Vert er því að kynna sér námskeiðsframboð vorannar Klifsins þar sem gleðin og sköpunarkrafturinn ræður ríkjum.

Skráning og allar nánari upplýsingar má finna  hér á vefnum okkar.  Komið og upplifið Klifið!

You are here: Home

Næstu námskeið