• klifid bordi aquazumba

Fréttir

Vísindanámskeiðið Grúsk í vísindum

300 visindi grusk

Fimmtudaginn 30. október hefst vísindanámskeiðið Grúsk í vísindum með Sævari Helga Bragasyni vísindamanni.  Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka á aldinum 9 - 12 ára. Markmið námskeiðsins er að vekja áhuga unga fólksins á jarðfræði og eðlisfræði og könnun Íslands. Á námskeiðinu læra krakkarnir um ýmis undur jarðfræðinnar og eðlisfræðinnar á skemmtilegan og skapandi hátt. Könnuð verða eldfjöll og jöklar og skoðað verður hvernig ljós hjálpar okkur að skilja heiminn. Fjallað verður um jarðskjálfta, eldgos og eldfjallagrjót, ljós og liti. Farið verður í vettvangsferð í Jarðvísindastofnun.  Skrá á námskeiðið.

You are here: Home

Næstu námskeið