• klifid bordi aquazumba
  • klifid bordi dansHAUSTjpg
  • klifid bordi leiklist

Fréttir

Námskeiðsflóran vex í Klifinu

Skapandi námskeið fyrir fullorðna, börn og unglinga

Árið 2016 er gengið í garð og spennandi tímar framundan í Klifinu. Í vor verða fjölbreytt skapandi námskeið í boði fyrir börn jafnt sem fullorðna. Fyrsta námskeiðið sem fer af stað á árinu er hið sívinsæla Aqua Zumba með Kristbjörgu sem hefur göngu sína þann 11. janúar. Laugardaginn 16. janúar hefjast ballettnámskeiðin fyrir yngstu kynslóðina.  Tónlistarnámskeiðin hefjast upp úr 18. janúar en þau eru opin fólki á öllum aldri. Fjársjóðsleitin hefst þriðjudaginn 19. janúar og þar koma börn á aldrinum 7- 10 ára saman og leita að eigin styrkleikum.

Mikið af nýjum námskeiðum í vor

  • Flæði er orð vorsins í Klifinu og meðal nýrra námskeiða eru Ballett flæði fyrir fullorðna með Köru Elvarsdóttur og Yoga flæði fyrir unglinga með Tómasi Oddi Eiríkssyni. 
  • Betri þú betra líf – Jákvæðni í lífi og starfi er nýtt og spennandi námskeið fyrir fullorðna með áherslu á jákvæða sálfræði og vellíðan með Ragnhildi Vigfúsdóttur.
  • Á nýju ári verður aukin áhersla lögð á vísindanámskeið í Klifinu fyrir yngstu kynslóðina. Meðal nýjunga eru námskeiðin leyndardómar jarðarinnar og flughetjur.
  • Nýtt fatahönnunarnámskeið fyrir 10 – 12 ára verður á boðstólnum þar sem nemendur fá kennslu í nokkrum þekktum textílaðferðum til að skapa sérstaka flík eftir eigin hönnun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Eygló M. Lárusdóttir fatahönnuður.
  • Sem fyrr er sitthvað fyrir þá sem hafa frjótt ímyndunarafl í Klifinu. Meðal nýjunga er Warhammer 40.000 námskeið með Theódóri Hanssyni. Sem fyrr verða hetjuspilin og hlutverkaspilin á sínum stað ásamt víkingasmiðjunni.

Eitthvað fyrir þig?

Við hvetjum þig til þess að kíkja á heimasíðu Klifsins og athuga hvort þú finnir ef til vill draumanámskeiðið þitt. Er það kannski stuttmyndagerð eða hreyfimyndagerð, víkinganámskeið, söngur, fjársjóðsleit, Warhamer, teikninámskeið, leiklist eða hljóðfæranám?
Við erum alltaf opin fyrir hugmyndum og ef þið lumið á góðum námskeiðshugmyndum megið þið endilega láta okkur vita á netfanginu Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

You are here: Home

Næstu námskeið