• klifid bordi aquazumba
  • klifid bordi leiklist
  • klifid bordi dansHAUSTjpg

Fréttir

Vel heppnuð helgarsmiðja í stuttmyndagerð

IMG 3549

Öflugur hópur ungra kvikmyndagerðakvenna tók þátt í helgarsmiðju í stuttmyndagerð hjá Gunnari Guðmundssyni leikstjóra í byrjun nóvember. Á námskeiðinu fór hinn reyndi leikstjóri yfir alla þætti kvikmynda með ungviðinu og unnu stelpurnar hratt og örugglega í kapp við klukkuna. í lok seinni dagsins var haldin frumsýning fyrir fjölskyldur þeirra á fullbúnum myndum.

Fyrri deginum var skipt upp í tvær einingar. Fyrst var farið í hugmyndavinnu og handritsgerð. Þar sem stelpurnar fengu kennslu í að vinna hugmyndir og skrifa handrit. Því næst var farið í almenna kvikmyndagerð. Þar fengu stelpurnar kennslu í að undirbúa sig fyrir tökur, og tóku ákvörðun um það hvernig myndin verði tekin upp. Tökustaðir voru valdir og leikarar valdir í hlutverk. Stelpurnar skiptu með sér verkum við gerð myndanna.

2015-11-08 13.46.14

   2015-11-08 13.40.01

Seinni deginum var einnig skipt upp í tvo hluta. Kvikmyndatakan: Stelpurnar  stjórnuðu allri upptökunni en leiðbeinandi fór á milli hópa og aðstoðaði. Allt var gert til þess að myndin yrði sem best á þessum tíma sem gefinn var. Eftirvinnslan: Myndinar voru að lokum klipptar og hljóðsettar með tónlist og hljóðbrellum. Þegar myndirnar voru tilbúnar gerðu stelpurnar alltur allt klárt fyrir stóru frumsýninguna. Í lok námskeiðs var foreldrum og vinum boðið að sjá afraksturinn.

Námskeiðið tókst mjög vel og voru ungu kvikmyndagerðakonurnar og fjölskyldur þeirra himinlifandi með árangurinn af námskeiðinu.

Hér má sjá fleiri myndir frá námskeiðinu

 

    

You are here: Home

Næstu námskeið