• klifid bordi leiklist
  • klifid bordi dansHAUSTjpg
  • klifid bordi aquazumba

Fréttir

Dans stöff og kríladans og fleiri nýjungar í Klifinu

IMG 0647

Dansnámskeið Klifsins hafa verið vinsæl undanfarin misseri. Fleiri og fleiri eru farnir að uppgötva hversu gaman það er að dansa. Í dansinum eflum við styrk, fáum hjartað til að slá örar og verðum liprari og mýkri í hreyfingum. Dansnámskeiðin í Klifinu eru aðlöguð að aldri þátttakenda og áhugasviði. Þátttakendur á öllum námskeiðunum taka virkan þátt í sköpuninni og styrkja um leið líkamsvitund og jákvætt viðhorf til dansins.

Kríladans

Haustið 2015 verðum við með spennandi nýjungar á dansnámskeiðunu. Þar á meðal námskeiðið Kríladans þar sem 2-3 ára börn koma í danstíma með foreldrum sínum. Markmið námskeiðsins er að ná saman tenginu foreldra og barna í og við dansinn. Efld er hreyfi- og tjáningarfærni barnanna í návist foreldranna. Hanna Kristín Skaftadóttir leiðbeinandi námskeiðsins var við nám í Stanford sl. sumar þar sem hún kynnti sér balletkennslu hjá yngstu börnunum og þroskasálfræði. Kríladansinn hefst í september og stendur yfir í 10 vikur. Það fer fram á laugardögum í danssalnum í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.

Ballett og dansmix

Sem fyrr býður Klifið einnig upp á ballettnámskeið fyrir 3 – 7 ára börn á laugardögum. Á námskeiðinu læra nemendur grunnhreyfingar í balletdansi í gegnum ævintýri, leik, tónlist og spuna þar sem börnin eru virkir þátttakendur í sköpuninni. Í tímunum eru gerðar liðleikaæfingar, jafnvægi, takt og ballettstöður.

Dansmix er fjölbreytt og skemmtilegt dansnámskeið þar sem dansgleðin er í fyrirrúmi. Nemendur njóta leiðsagnar í ballett, jazzballett, nútímadans, danssmíði og spuna. Í tímunum verður unnið með danstækni, jafnvægi, takt, samhæfingu, styrkleika, liðleika og líkamsburð.

Dans stöff 6 – 16 ára

Dans stöff námskeiðin eru fyrir stráka og stelpur. Markmið námskeiðanna er að finna nýjar leiðir til að takast á við tilfinningar og byggja upp sjálfstraust þátttakenda. Lögð er áhersla á líkamsvitund og að nota dansinn til að skapa saman. Mikilvægir þættir þjálfast í þessu ferli eins og sjálfsstjórn, agi, virk hlustun og sjálfsvitund. Unnið er með líkamsmeðvitund og beitingu dansins sem farveg fyrir tilfinningar og orku. Dans stöff er kennt í tveimur aldurshópum, 10 – 12 ára strákar og 13 – 16 ára stelpur og strákar. Guðmundur Elías Knudsen listdansari og danskapteinn í Billy Elliot sýningunni í Borgarleikhúsinu kennir á námskeiðunum. Hann hefur mikla reynslu af því að kenna krökkum og er vinsæll kennari.

Aqua Zumba námskeið

Klifið hefur boðið upp á Aqua Zumba námskeið með Kristbjörgu Ágústsdóttur Zumba dívu í sundlaug Sjálandsskóla um nokkurra ára skeið. Uppselt hefur verið á öll námskeiðin í ár og því ætlum við að bæta við fleiri tímum í haust. Hægt verður að velja um morguntíma á miðvikudögum frá 7:45 – 8:30. Eins munum við bæta við tímum á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:00 – 20.45. Þriðji valkosturinn eru tímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:30 – 20:15 og á laugardögum kl. 10 – 10:45. Umsagnir um Aqua Zumba eru allar á eina leið: „Gott fyrir líkama og sál“. „Þetta er svo gaman“. „Góður kennari, skemmtileg tónlist, stuð og góð útrás og eina líkamsræktin sem ég hef enst í“.

Eins og lesa má hér að ofan er eitt og annað í boði fyrir áhugasama dansara og ýmsir vegir færir til þess að fá útrás fyrir sköpunargleðina.

You are here: Home

Næstu námskeið