• klifid bordi dansvor 2015
  • klifid bordi aquazumba
  • klifid bordi mimi 2

Fréttir

Ný námskeið að hefjast í Klifinu

Skráning stendur nú sem hæst á vornámskeið Klifsins sem hefjast eftir páska. Fjölmörg skemmtileg námskeið eru í boði að venju.

Þessa dagana er mörgum námskeiðum sem hófust í byrjun árs að ljúka með tilheyrandi tónleikum og sýningum.  Þann 27. mars sl. hélt dansdeild Klifsins til að mynda glæsilega danssýningu í Gamla bíó þar sem nemendur settu upp danssýningu byggða á ævintýrinu um Pétur og úlfinn. Hægt er að skoða myndir frá danssýningunni á Facebook síðu Klifsins.

 Miðvikudaginn 8. apríl héldu nemendur hjá Aroni Erni gítartónleika fyrir foreldra sína og fjölskyldur sem tókust einnig ljómandi vel. Hér má sjá myndir frá tónleikunum

Næstu daga og vikur eru einnig fyrirhugaðir gítartónleikar, píanótónleikar og söngtónleikar, leiklistarsýningar og myndlistarsýningar.  Við munum greina frá sýningunum jafn óðum og þær klárast auk þess sem hægt er að nálgast myndefnið sem fyrr í myndasöfnum á Facebook síðu Klifsins.

DSC 0029

You are here: Home

Næstu námskeið